Flytja umsækjendur
Í Kjarna er aðgerðin Flytja marga umsækjendur sem notuð er til að ráða og flytja yfir í mannauðshlutann hóp umsækjenda.
Gott er að hafa ákveðna stöðu umsóknar sem skráð er á alla þá umsækjendur sem flytja á með þessari aðgerð. T.d. stöðuna Ráðinn án flutnings. Sjá hér hvernig stofna á nýja stöðu umsóknar: Staða umsóknar, umsækjendaröðun og staða auglýsinga.
Staðan Ráðinn án flutnings kemur ekki með stöðluðu kerfi þar sem þetta getur verið mismunandi eftir viðskiptavinum hvaða staða er notuð yfir þá umsækjendur sem á að flytja á milli.
Hægt er að breyta stöðu umsóknar á hópi umsækjenda í gegnum listana Umsóknir og Auglýsingasvör.
Viðkomandi umsækjendur eru valdir, farið í aðgerðahnappinn og valin staðan, t.d. Ráðning án flutnings.
Þegar stöðu umsóknar hefur verið breytt á þeim umsækjendum sem á að ráða er farið í aðgerðina Flytja marga umsækjendur.
Upp kemur valskjár þar sem hægt er að takmarka niðurstöðuna við ákveðna auglýsingu og/eða stöðu umsóknar.
Farið er í gegnum ferlið sem þá kemur upp. Á listanum eru valdir allir þeir umsækjendur sem flytja á yfir, farið er í næsta skref og þar er fyllt út í viðeigandi upplýsingar.
Þegar ferlið er klárað þá hafa þeir umsækjendur sem valdir voru verið stofnaðir sem starfsmenn. Grunnspjald starfsmanns, Starfsmaður, hefur verið stofnað ásamt Menntun, Starfsferli, Hæfni og Réttindum, eftir því hvaða upplýsingar voru skráðar í umsóknarferlinu. Einnig hafa þær viðhengjategundir sem merktar eru að eigi að afritast af umsækjanda verið fluttar yfir á starfsmennina. Þessu til viðbótar hafa stofnast upplýsingar í öll þau spjöld sem skráðar voru upplýsingar í þegar skjárinn Upplýsingar um starfsmenn í ferlinu fyrir flutning umsækjanda var fylltur út, s.s. Tenging innan fyrirtækis, Grunnlaun, Orlof, Vinnutími, Lífeyrissjóður og Stéttarfélag. Ef ekki var fyllt út í einhvern upplýsingahóp á þeim skjá þá stofnast það spjald ekki á starfsmennina.
Til viðbótar við þetta allt þá sendist líka tölvupóstur, á það netfang sem skilgreint er sem viðtakandi tölvupósta v/nýrra starfsmanna, með upplýsingum um hvaða starfsmenn hafa verið stofnaðir.
Ef einhver umsækjendanna var þegar til sem starfsmaður í Kjarna, í starfi eða hættur, þá uppfærast gögn starfsmannsins m.v. þær upplýsingar sem skráðar voru í ferlinu fyrir flutning umsækjendanna. Þannig kemur endadagsetning á eldri gögn og stofnaðar eru nýjar færslur m.v. þá dagsetningu sem skráð var í ferlinu. Athugið að ef umsækjandi sem er þegar til sem starfsmaður er með fleiri en eitt launamannanúmer þá veit Kjarni ekki hvort launamannanúmerið á að uppfæra. Í þeim tilvikum eru því engin gögn uppfærð hjá þessum tiltekna aðila. Allir aðrir aðilar eru uppfærðir og upp kemur melding þess efnis að skoða þurfi þennan aðila sérstaklega og handfæra breytingar á gögnunum hans.