Upphafsvalmynd ráðningar

Þegar smellt er á Ráðningar í hliðarvalmyndinni í Kjarna opnast upphafsvalmynd þar sem finna má lista yfir nýjustu auglýsingar og umsóknir í kerfinu. 



Hægt er að hafa auglýsingahluta upphafsvalmyndarinnar ítarlegri og þarf þá að setja inn viðeigandi stillingar, sjá nánari upplýsingar í stillingahlutanum hér að neðan. Svona lítur þessi ítarlega valmynd út:



Hægt er að komast inn í listann Auglýsingasvör beint frá upphafsvalmyndinni. Viðkomandi auglýsing er valin og smellt er á hnappinn Auglýsingasvör:


Ef tvísmellt er á auglýsingu á upphafsvalmynd er farið inn í stofnspjald viðkomandi auglýsingar og ef tvísmellt er á einn af nýjustu umsækjendunum kemur upp Heildaryfirlit umsækjanda hjá þeim umsækjanda sem valinn er.

Stillingar á upphafsvalmynd

Það er stillingaratriði hvort einföld upphafsvalmynd fyrir auglýsingarnar er birt eða önnur ítarlegri. Einnig er stillingaratriði hversu gamlar auglýsingar og umsóknir birtast á yfirlitinu á upphafsvalmyndinni. Aldur auglýsinganna miðast við umsóknarfrestinn. 


Stillingarnar er að finna í kerfisvalmynd undir Stillingar > Gildi.

Stillingin RCAdvertStartupList með gildið RCAdvertStartupMore.List er sett inn til þess að kveikja á að ítarlegri upphafsvalmynd fyrir auglýsingarnar. 

Hægt er að stilla inn að 1 eða 2 dálkar birtist fyrir ákveðnar stöður umsókna og að þessir dálkar dragist frá lausum stöðum ásamt ráðningarmerkingunni til að mynda niðurstöðuna í Eftirstöðvar

Stilling fyrir fyrri dálkinn er RCStartup.StatusColumn.1

Stilling fyrir seinni dálkinn er RCStartup.StatusColumn.2

Í Gildi er sett inn númer þeirrar Stöðu umsóknar sem á að birta. Númer Stöðu umsókna eru aðgengileg í hliðarvalmynd Kjarna undir Kjarni > Ráðningar > Staða umsóknar. Fyrirsagnir dálkanna verða nöfn  á þeim stöðum umsókna sem stilltar eru inn. 

Auglýsingar: RCStartup.RCAdvertDays
Umsóknir: RCStartup.RCApplicantApplicationShowCount

Í dæminu hér til hliðar er verið að birta auglýsingar 10 daga aftur í tímann og 15 nýjustu umsóknirnar.