Dagpeningar
Þetta er viðbótarkerfishluti við Kjarna. Ef viðskiptavinir vilja bæta þessum kerfishluta við Kjarna samninginn sinn skal senda póst á service@origo.is og sendar verða upplýsingar um verð.
Virknin í dagpeningalausninni er þannig að færslur eru stofnaðar á vefnum eða lesnar þangað inn úr öðrum kerfum.
Þegar færsla hefur verið stofnuð (eða lesin inn) á vef þá myndast hún strax í færslulista dagpeninga í Kjarna client.
Samþykkja þarf færsluna á vef til að geta unnið með hana í client.
Í þeim tilfellum sem dagpeningar eru greiddir fyrirfram eru dagpeningar bókaðir svo færslur myndist á lánardrottni í fjárhagskerfi.
Ef ekki er um fyrirframgreiðslur að ræða eru færslur sendar í útborgun án bókunar.
Hægt er að senda vefpóst til launþega úr dagpeningakerfinu hvort sem færslur eru bókaðar eða sendar beint í útborgun.