Almennt um kerfið og stillingar

Kjarni er heildstætt mannauðs- og launakerfi frá Origo. Í kerfinu sameinar Origo áratuga reynslu sína í hönnun og rekstri mannauðs- og launakerfa við ríkjandi strauma í notendaviðmóti og notkunarmöguleikum.

SKILVIRKNI Í LAUNAVINNSLU OG MANNAUÐSSTJÓRN

Fullkomið flæði er milli allra kerfishluta Kjarna sem og yfir í önnur kerfi. Þannig er öll tvískráning gagna óþörf og að auki er hægt að skrá allar upplýsingar fram í tímann. Kjarni er svo útbúinn mjög hraðvirkri launareiknivél sem klárar dæmið á nokkrum mínútum.


HAGKVÆMNI Í HÝSINGU OG VIÐHALDI

Kjarni er skýlausn hýst í öruggu og ISO vottuðu hýsingarumhverfi hjá Origo. Með þessu fyrirkomulagi sleppur fyrirtækið þitt við að kaupa og reka dýran vélbúnað. Allt viðhald og uppfærslur verða í kjölfarið einfaldari og hagkvæmari.

STRAUMLÍNULAGAÐIR FERLAR Í ÞÆGILEGU VIÐMÓTI

Við hönnun Kjarna var mikið lagt upp úr einfaldleika ferla og aðgerða. Hvar sem þú ert í kerfinu ertu aðeins örfáum skrefum frá öllum öðrum upplýsingum og aðgerðum. Að auki er Kjarni fullkomlega skalanlegur og virkar vel í símum og spjaldtölvum.