Teymið mitt
Hér má nálgast örstutt video með yfirliti yfir Teymið mitt: https://youtu.be/MPWxRt4C81I
Undir Teymið mitt geta stjórnendur séð helstu upplýsingar um starfsmannahópinn sinn
Smellt er á Teymið mitt í hliðarvalmyndinni vinstra megin. Þá kemur upp yfirlit yfir þá starfsmenn sem tilheyra þeim yfirmanni sem er skráður inn, upplýsingar um afmæli og starfsafmæli starfsmanna ásamt kynjahlutfalli. Einnig er í boði að hafa yfirlit yfir þær beiðnir, orlofsbeiðni og fræðslubeiðni, sem undirmenn hafa sótt um. hægt er að fela flísina fyrir beiðnir ef þær eru ekki í notkun.
Smella þarf á nafn þess starfsmanns sem á að skoða upplýsingar um hverju sinni. Hægt er að sjá upplýsingar um grunnlaun, lífeyrissjóð, stéttarfélag, persónuafslátt, orlof, menntun, starfsferil, námskeið, réttindi, hæfni, hluti í láni, skjöl, samskipti og gátlista. Það er valkvætt hvort upplýsingar um alla þessa þætti birtast eða ekki, því er stjórnað með því að velja inn þær flísar sem maður vill að birtist og í hvaða röð. Einnig hægt að fela alfarið ákveðnar flísar. Viðskiptavinir eru beðnir um að senda inn beiðni á service@origo.is ef þeir vilja fela ákveðnar flísar.
Ath. að fyrir flísarnar Grunnlaun, Lífeyrissjóður, Stéttarfélag, Persónuafsláttur, Samskipti, Umsjónarmenn, Rafrænar undirritanir og Gátlista þarf að setja inn stillingu ef viðskiptavinir vilja að þessar flísar séu sýnilegar undir Teymið mitt.
Einnig er hægt að sjá teymi annarra stjórnenda með því að fara í flipann Sjá sem og velja þar inn viðkomandi stjórnanda. Ath. að til að fá inn þessa virkni þarf að setja inn stillingu. Hægt er að setja inn stillingar niður á hlutverk. Ef viðskiptavinir vilja fá inn þessa virkni eru þeir beðnir um að senda beiðni þess efnis á service@origo.is.
Ef notandi er með breytingaraðgang að spjöldum í Kjarna þá er hægt að stofna nýjar færslur í eftirfarandi spjöld með því að smella á + Stofna
Námskeið
Menntun
Starfsferill
Réttindi
Hæfni
Hlutir í Láni
Samskipti
Skjöl
Dæmi um hvernig færsla er stofnuð á flísinni Hæfni:
Fylla þarf út í skilyrt svæði sem eru merkt með rauðri stjörnu:
Dæmi um hvernig skjali er bætt við á flísinni Skjöl
Setja þarf inn Tegund skjals sem er skilyrt svæði, merkt með rauðri stjörnu: (ath. að notandi þarf að vera með aðgang að þeirri skjalatýpu sem setja á inn)
Sjá upplýsingar um starfsmannamyndir hér: Starfsmannamyndir