Starfsmannavelta
Í skýrslunni starfsmannavelta er hægt að taka út veltu starfsmanna í fyrirtækinu fyrir ákveðið ár, mánuð, deild eða fleira. Ráðgjafar Origo veita nánari upplýsingar um skýrsluna og aðstoða notendur við að setja inn stillingar fyrir hana.
Stillingar | |
---|---|
Áður en skýrslan er notuð þarf að setja inn ákveðna skilgreiningar og stillingar í kerfið. Skýrslan byggir á færslum í spjaldinu tenging innan fyrirtækis og horfir hún annarsvegar á ráðningarmerkingu og hinsvegar dagsetningar. Í Flipanum Stillingar > Gildi þarf að skilgreina hvort að skýrslan eigi aðeins að horfa á færsluna hættur eða hvort að hún eigi einnig að taka mið af færslum sem merktar eru á starfslokasamningi og á eftirlaunum. Stillingin sem þarf að setja þar inn er Turnover.leaving → Gildin sem eru helst notuð eru: 1: Á eftirlaunum 2: Á starfslokasamningi 3: Hættur Ef að skýrslan á að horfa á stöðuna hættur, á eftirlaunum og á starfslokasamningi myndi hún líta svona út: Ef að starfsmenn sem fara á starfslokasamning eiga ekki að koma inn í tölfræði starfsmannaveltu er gildinu 2 sleppt í töflunni. Það þarf einnig að setja inn stillinguna Turnover.hire → Gildið þar er alltaf 6 eða Í starfi |
Skilyrði | |
---|---|
Þegar skýrslan er keyrð upp þá kemur upp valskjár þar sem forsendur eru valdar inn í skýrsluna. Hér keyrist hún upp miðað við síðasta liðin mánuð og fyrir allt fyrirtækið. Hægt er að breyta tímabilum á valskjánum, t.d. ef að á að skoða starfsmannveltu fyrir síðasta ár þá er hakað við sl.ár. Hægt er að velja inn ákveðnar skipulagseiningar, það er gert undir flipanum Skipurit. Hægt er að undanskilja ákveðnar tegundir ráðningar, það er gert undir flipanum Ráðning. |
Niðurstöður | |
---|---|
Skýrslan keyrist upp sem Pivot skýrsla sem hægt er að velta fram og aftur að vild. Hún keyrist upp með skipulagseiningum og nöfnum starfsmanna en þau er hægt að draga út og fá aðeins samtölur eins og í öðrum pivot skýrslum í kerfinu. Dálkarnir sem koma í skýrslunni eru: Hættir á tímabili: Hér er talning á þeim sem eru með færslu merkta þeim gildum sem settar voru í Stillingar → Gildi. Hér fyrir ofan var tekið dæmi um að kerfið ætti að telja þá sem voru með stöðuna hættur, á eftirlaunum og á starfslokasamning sem "hætta" í skilningi starfsmananveltu. Þessi dálkur myndi þá sýna alla sem fengu þær stöður á því tímabili sem var valið inn á valskjánum. Byrjaðir á tímabili: Hér er talning á þeim sem fengu færslu sem merkt er "Í starfi" í tenging innan fyrirtækis á tímabilinu sem valið var inn á valskjáinn. Athugið að hún telur aðeins þá sem áttu enga færslu eða voru með hættur færslu á undan færslunni Í starfi. Hafi starfsmaður skipt um deild og fengið nýja færslu vegna þessa á völdu tímabili kemur sú tilfærsla ekki fram í þessari talningu. Starfsmenn í upphafi tímabils: Hér er talning á starfsmönnum sem eru í starfi í upphafi valins tímabils, eða þeir starfsmenn sem eru með ráðningarmerkinguna "Í starfi", "Í fæðingarorlofi", "Í veikindaleyfi" og "Í leyfi" auk þeirrar ráðningarmerkingar sem ekki er talin upp í stillingunni Turnover.leaving. Starfsmenn í lok tímabils: Hér er talning á starfsmönnum sem eru í starfi í lok valins tímabils, eða þeir starfsmenn sem eru með ráðningarmerkinguna "Í starfi", "Í fæðingarorlofi", "Í veikindaleyfi" og "Í leyfi" auk þeirrar ráðningarmerkingar sem ekki er talin upp í stillingunni Turnover.leaving. Meðalfjöldi starfsmanna á tímabili: Hér er lagt saman starfsmenn í upphafi tímabils + starfsmenn í lok tímabils og deilt í með tveimur til að finna meðalfjölda starfsmanna á völdu tímabili. Starfsmannavelta á tímabili: Hér reiknar kerfið (hættir á tímabili/meðalfjölda starfsmanna á tímabili) *100 til að fá starfsmannaveltu á tímabili í prósentum. Ef starfsmaður byrjar á upphafsdegi tímabils (sem er valið) þá telur hann ekki með í Starfsmenn í upphafi tímabils heldur telur hann með í Byrjaðir á tímabili. Ef starfsmaður hættir á upphafsdegi tímabils (sem er valið) þá telur hann bæði með í Hættir á tímabili og í Starfsmenn í upphafi tímabils. |
Hægt er að velja inn fleiri svæði í skýrsluna úr dálkalista. Ennig hægt að greina frekar með pivot og láta birtast í súluriti.