Ráðning og afsvar umsækjanda
Þegar úrvinnslu umsókna er lokið er hægt að flytja allar upplýsingar úr umsókn þess umsækjanda sem var ráðinn yfir í aðra kerfishluta. Að sama skapi er hægt að láta kerfið senda afsvar til annarra umsækjanda.
Það er stillingaratriði hjá viðskiptavinum hvaða aðgerð er notuð fyrir ráðningu. Stillingin er RCApplicationStat.Hired í flipanum Stillingar > Gildi:
Þessi aðgerð er notuð þegar ráðinn er einn og einn umsækjandi í einu en einnig er hægt að ráða og flytja hóp umsækjenda yfir í mannauðshlutann í einni aðgerð. Sjá nánar Flytja umsækjendur.