Orlofsbeiðnir

Hægt er að sækja um orlof með því að fylla út orlofsbeiðni á starfsmannavef. Yfirmaður fær þá tölvupóst um að borist hafi beiðni sem krefst samþykkis. Þegar yfirmaður hefur samþykkt eða hafnað beiðninni fær starfsmaðurinn tölvupóst þess efnis.

Skjámynd 2024-01-03 123011.png

 

Skjámynd 2024-01-03 122940.png

 

Þegar orlofsbeiðni hefur verið samþykkt þá birtast skráningar starfsmannsins í viðveruhlutanum, hægt er að sjá yfirlitið með því að smella á Skoða Nánar hlekkinn á viðveruflísinni eða fara í Viðveru í hliðarvalmynd.

 

 

Ath. vilji viðskiptavinir nýta sér þessa virkni þarf að setja inn ákveðnar stillingar, senda þarf tölvupóst á netfangið service@origo.is með beiðni um að bæta inn þessari virkni.

Nánar um sýn yfirmanns yfir beiðnir á Kjarna Vef hér

Hægt er að láta tímastjóra samþykkja orlofsbeiðni í stað yfirmanns ef við á. Þá verður tímastjóri að vera skráður á skipulageininguna (eða á einstaklingi undir flipanum Umsjónarmenn í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis). Ef tímastjóri á að samþykkja orlofsbeiðni þarf að setja inn stillingu svo starfsmaðurinn fái upp val um að velja tímastjórann í stað yfirmannsins þegar orlofsbeiðnin er send inn. Yfirmaðurinn kemur upp default en hægt að velja tímastjórann:

 

 

 

 

Ath. vilji viðskiptavinir nýta sér þessa virkni og fá inn stillinguna til að birta flipann þar sem hægt er að velja tímastjóra sem samþykkjanda þarf að senda tölvupóst á netfangið service@origo.is þess efnis. Einnig þarf tímastjórinn að vera með aðgangshlutverk sem veitir aðgang til að samþykkja beiðnina.

 

Á starfsmannavef er hægt að birta yfirlit yfir orlofsbeiðnir sem hafa verið sendar. Þá sér starfsmaður stöðuna á sínum orlofsbeiðnum ásamt stöðu orlofsbeiðna starfsfólks í sömu deild. Senda þarf beiðni á service@origo.is ef viðskiptavinir vilja fá þessa virkni inn.