Breytingasaga notenda

Undir Aðgerðir > Breytingasaga er hægt að kalla fram breytingasögu notenda á ákveðnum spjöldum. Skýrslan skilar spjöldunum Grunnlaun, Lífeyrissjóður, Persónuafsláttur og Stéttarfélag ef engin spjöld eru skilgreind í stillingu (sjá neðar). Þannig er hægt að sjá hvaða notendur hafa verið að breyta færslum í þessum tilteknu spjöldum.

Hægt er að setja inn ártal og þann mánuð sem skýrslan á að sækja. Dæmi; ef sækja á breytingasögu fyrir júnímánuð þá er 6 sett í reitinn Mánuður.

Hægt er að breyta skýrslunni og fá upp breytingasögu annarra spjalda með því að setja inn stillinguna Poet.SysTrace.EmployeeCards í Stillingar > Gildi og setja inn tækniheiti þeirra spjalda sem eiga að birtast í skýrslunni. Tækniheitin eru sett í reitinn Gildi með kommu á milli. Sjá dæmi: