Hæfni stofngögn
Á Kjarna vefnum undir Mannauður > Stofngögn > Þekking og reynsla eru sett upp stofngögnin fyrir Hæfni.
Skiptast stofngögnin í:
Hæfni - flokkun
Hæfni - tegundir
Hæfni - skalar
Hæfni
Hæfni - flokkun
Hægt er að flokka saman ákveðna tegundir hæfni. Ekki er nauðsynlegt að nota þessa flokkun.
Til að stofna nýja flokkun er valið Bæta við. Flokkun er síðan tengd á tegund hæfni undir Hæfni - tegundir. Hægt er að tengja eina flokkun við margar tegundir.
Hæfni - tegundir
Tegund er yfirflokkur á hæfninni. Til að stofna nýja tegund er valið Bæta við. Hér er flokkun tengd á tegund ef það á við.
Hæfni - skalar
Hér eru skalarnir stofnaðir sem á að nota fyrir hæfni.
Ef bæta á við skala er valið Bæta við. Er þá skráð heitið á skalanum undir Hæfni skali og lýsing fyrir skalann ef það á við. Undir Hæfni skali - kunnátta eru gildin skráð og er valið Bæta við til að bæta við gildi.
Hæfni
Að lokum er hæfnin sjálf stofnuð.
Ef bæta á við hæfni er valið Bæta við. Þar er sett inn heitið á hæfninni undir Hæfni, tegund valin og kemur flokkun sjálfkrafa ef hún er skráð á tegundina. Lýsing er skráð ef það á við og svo valin sá skali sem er fyrir þessa hæfni. Hægt er að setja gildistíma á hæfnina og þá árafjöldinn valin í reitnum Gildistími ár. Kemur þá sjálfkrafa endadagsetning í hæfnispjald starfsmannsins.
Ef hæfni er Kjarnahæfni er hakað í það. Birtist það svo í hæfnispjaldi starfsmanns ef hann er með kjarnahæfni skráða á sig og í listum yfir hæfni starfsmanna.
EF hæfni á ekki að birtast á umsóknarvef er hakað í Fela á vef. Athugið að þetta á bara við um umsóknarvefinn, ekki starfsmannavefinn og Kjarna vefinn.
Hér er skjölun fyrir uppsetningu á hæfni í client: Hæfni - uppsetning