Samgöngustyrkur

 

Stillingar

Til þess að birta samgöngustyrk á starfsmannavef þarf að setja inn upplýsingar í stillitöfluna Samgöngustyrkur sem aðgengileg er undir Kjarni > Stofnskrár.

  • Samgöngustyrkur nafn - Þar er skráður sá texti sem á að koma í fyrirsögn á viðkomandi flís á starfsmannavef

  • Launaliður nr. - Þar er skráð/sótt númer þess launaliðar sem samgöngustyrkur á að skrást á starfsmann í spjaldið Fastir launaliðir

  • Bréf nr. - Þar er skráð/sótt númer þess texta sem birta á í viðkomandi flís á starfsmannavef. Bréf eru stofnuð og þeim viðhaldið undir Kjarni > Stofnskrár > Bréf.

  • Ráðningarmerking - Ef óskilgreint er valið þá birtist samgöngustyrkurinn á starfsmannavef hjá öllum starfsmönnum óháð ráðningarmerkingu en hægt er að velja ákveðna ráðningarmerkingu til þess að takmarka birtingu styrksins á vef við þessa tilteknu ráðningamerkingu. Ef birta á styrkinn fyrir tvær ráðningarmerkingar þá þarf að stofna tvær línur í stillitöflunni fyrir sama styrkinn, þ.e. eina línu fyrir hvora ráðningarmerkingu.

  • Tegund ráðningar - Ef óskilgreint er valið þá birtist samgöngustyrkurinn á starfsmannavef hjá öllum starfsmönnum óháð tegund ráðningar en hægt er að velja ákveðna tegund ráðningar til þess að takmarka birtingu styrksins á vef við þessa tilteknu tegund ráðningar. Ef birta á styrkinn fyrir tvær tegundir ráðningar þá þarf að stofna tvær línur í stillitöflunni fyrir sama styrkinn, þ.e. eina línu fyrir hvora tegund ráðningar

  • Almenningssamgöngur - Þarna er skráður sá texti sem birta á fyrir ferðamátann almenningssamgöngur. Ef ekkert er skráð í svæðið þá birtist þessi ferðamáti ekki á vefnum.

  • Hjólreiðar - Þarna er skráður sá texti sem birta á fyrir ferðamátann hjólreiðar. Ef ekkert er skráð í svæðið þá birtist þessi ferðamáti ekki á vefnum.

  • Ganga - Þarna er skráður sá texti sem birta á fyrir ferðamátann göngu. Ef ekkert er skráð í svæðið þá birtist þessi ferðamáti ekki á vefnum.

  • Strætókort - Þarna er skráður sá texti sem birta á fyrir valmöguleikann strætókort. Ef ekkert er skráð í svæðið þá birtist þessi valmöguleiki ekki á vefnum.

  • Mánaðarfjöldi - Fjöldi mánaða sem hægt er að sækja um styrk fyrir í hvert skipti. Gildistími samningsins ræðst af þessum mánaðafjölda og verður gildistími samningins fyrsti dagur næsta mánaðar á eftir þeim mánuði sem starfsmaður sækir um í og gildir svo í 3 mánuði frá þeim tíma. Ef starfsmaður sækir um 20. janúar þá gildir samgöngusamningur frá 1. febrúar.

  • Upphæð á mánuði - Upphæð sem starfsmaður fær greitt fyrir samgöngustyrk í hverjum mánuði. Þetta er sú upphæð sem vistast í spjaldið Fastir launaliðir.

Birting á vef

 

 

 

Ath. ef að hnappurinn Sækja um birtist ekki á flísinni þá er textinn í bréfinu of langur og þarf því að stytta þann texta.

Upplýsingar í Kjarna

Þegar starfsmaður sækir um samgöngustyrk á starfsmannavef vistast færslur í eftirfandi spjöld í Kjarna

Spjaldið Fastir launaliðir

Í spjaldið Fastir launaliðir vistast færsla á starfsmann með þeirri upphæð og gildistíma sem skilgreindur er í stillitöflu.

Hægt er að láta Kjarna senda áminningu þegar fastur launaliður rennur út, bæði á mannauðsdeild og einnig hægt að láta senda áminningu á starfsmanninn sjálfan til þess að minna hann á að sækja um næsta tímabil. Ef viðskiptavinir vilja setja upp áminningar tengt þessu eru þeir beðnir um að senda inn beiðni þess efnis á service@origo.is Sjá upplýsingar um áminningar hér.

Spjaldið Samgöngusamningur

Í spjaldið samgöngusamningur vistast færsla fyrir viðkomandi starfsmann þar sem hægt er að sjá þá ferðamáta sem hann hakaði við auk strætókorts, ef það var skilgreint í stillingum. Einnig eru þar upplýsingar um mánaðarfjöldann, upphæðina og gildistímann auk upplýsinga um það hvort samningurinn sé í gildi m.v. daginn sem listinn er keyrður upp.

Spjaldið er aðgengilegt í starfsmannatré og listi fyrir spjaldið er aðgengilegur undir Kjarni > Mannauður > Samgöngusamningur

 

Ath. Sumir viðskiptavinir hafa kosið að setja frekar upp samþykki fyrir samgöngustyrk. Það er gert undir Stillingar > Samþykki og birtist á flísinni Samþykki á starfsmannavef. sjá nánar hér.