Skýrslur og listar í Kjarna
Kjarni byggir á öflugu skýrslugerðatóli þar sem hægt er að taka nánast hvaða upplýsingar sem skráðar eru í kerfið út í skýrslum og listum. Skipta má gögnum í Kjarna upp í tvennskonar gögn, annarsvegar stofngögn og hinsvegar raungögn um starfsmann. Stofngögn eru lesin eða slegin inn í kerfið og síðan nýtt til að búa til raungögn.
Á myndinni hér til hliðar sjáum við að þessir listar eru stofnaðir og þeim viðhaldið undir Stofnskrár. Annað dæmi um Stofngögn eru listar yfir alla lífeyrissjóði landsins þar sem einnig eru settar inn upplýsingar um reiknireglur og vefskil. Sá listi er notaður til að tengja lífeyrissjóðs iðgjöld á starfsmenn. Engar starfsmanna upplýsingar eru í stofngögnum Dæmi um raungögn eru skýrslur eða listar sem byggja á stofngögnum eins og listi yfir menntun starfsmanna fyrirtækisins. Þá lista má finna undir hverjum kerfishluta fyrir sig. Annað dæmi um raungögn eru gögn sem verða til við launavinnslu og útborgun launa eins og heildarlaun, greidd laun, greidd yfirvinna o.s.frv. Fyrirtækjalisti er sá listi sem inniheldur allar upplýsingar úr útborgun. Í öllum listum með raungögnum er að finna starfsmannaupplýsingar. Flestir listar í kerfinu opnast þannig að ekki er hægt að breyta gildum í þeim beint úr listanum sjálfum nema ýta á viðeigandi hnappa í tækjastikunni. Hægra megin í tækjastikunni er Select hnappur . Þegar ýtt er á hann opnast listinn í nýjum glugga á þannig formi að hægt er að slá gildi beint inn í reitina í listanum. Athugið að ýta þarf á VISTA hnappinn áður en listanum er lokað til að færslurnar vistist í honum. |