Stofna nýja færslu.

 Til að stofna nýja færslu í spjaldi eða lista er ýtt á þennan hnapp í tækjaslánni. Ef færsla er stofnuð í lista opnast tómt spjald sem þarf að setja viðeigandi upplýsingar inn í.
Í starfsmanna- og launaspjöldum er listi yfir gildandi færslur sem þegar hafa verið skráðar hægra megin í spjaldinu og til að skoða færslurnar frekar er smellt á viðkomandi færslu. Þá opnast upplýsingar um viðkomandi færslu vinstra megin í spjaldinu.


Stofna nýja færslu í spjaldi

Þegar ný færsla er stofnuð eru gildin fyrir viðkomandi færslu skráðar vinstra megin í spjaldið og aðgerðin kláruð með því að ýta annað hvort á vista hnappinn í tækjaslánni eða Geyma og loka hnappinn neðst í spjaldinu.

Stofna nýja færslu í lista

Einnig er hægt að stofna færslur í gegnum lista og stofnskrár með því að velja viðeigandi starfsmann og ýta síðan á stofna hnappinn í tækjaslánni.