Fræðslubeiðni
Hægt er að sækja um að fara á námskeið og/eða ráðstefnur með því að fylla út fræðslubeiðni á starfsmannavef. Næsti yfirmaður (samkv. skipuriti) fær þá tölvupóst um að borist hafi beiðni sem krefst samþykkis. Þegar yfirmaður hefur samþykkt eða hafnað beiðninni fær starfsmaðurinn tölvupóst þess efnis.
Ath. Vilji viðskiptavinir nýta sér þessa virkni þarf að setja inn ákveðnar stillingar og uppfæra hlutverkin Starfsmannavefur og Yfirmaður með laun / Yfirmaður án launa. Senda þarf beiðni á service@origo.is með ósk um þessar breytingar.
Nánar um sýn yfirmanns yfir beiðnir á Kjarna Vef hér.
Hægt er að taka út lista í Kjarna yfir samþykktar fræðslubeiðnir. Þá er farið í Mannauður > Námskeið og síað á Fræðslubeiðni í dálkinum Tegund námskeiðs: