Jafnlaunavottun - Starfafjölskylda
Undir Stofnskrár > Jafnlaunavottun - Starfafjölskylda eru starfafjölskyldur stofnaðar með því að smella á græna plúsinn. Á hverja starfafjölskyldu er hægt að velja inn launaramma að því gefnu að búið sé að stofna launaramma, það er gert undir Stofnskrár > Jafnlaunavottun - Launarammi.
Starfafjölskyldan er síðan skráð í grunnlaunaspjald starfsmannsins undir flipanum Jafnlaunavottun.
Jafnlaunavottunarskýrslan
Hægt er að draga þetta svæði inn í Jafnlaunavottunarskýrsluna.
Í þessari skýrslu er skráning á starfafjölskyldu í grunnlaunaspjald starfsmannsins ríkjandi. Þannig ef skráð er starfafjölskylda í grunnlaunaspjaldið er launarammi sóttur þaðan en ekki af stöðunni/starfi. Skráning í grunnlaunaspjaldinu er ríkjandi.
Einnig er hægt að draga þetta svæði inn í Fyrirtækjalista.
Samþykktarferli launabreytinga
Hjá þeim viðskiptavinum sem nota launabreytingar á Kjarnavef þarf að setja inn stillingu ef nota á starfafjölskyldur úr grunnlaunaspjaldi. Senda þarf beiðni á service@origo.is þess efnis.
Teymið mitt
Starfafjölskylda birtist á grunnlaunaflís í Teymið mitt á Kjarna vef. Ath. að bæta þarf við aðgangi í þau hlutverk sem eiga að geta séð starfafjölskyldu á grunnlaunaflís. Senda þarf beiðni á service@origo.is þess efnis.