Jafnlaunavottun - Jafnlaunavottunarskýrsla

Jafnlaunavottun 

Dálkalisti 

Setja þarf upp dálkalista með hámark 30 dálkum fyrir jafnlaunavottunarskýrsluna. Ráðgjafar Origo geta aðstoðað við uppsetningu dálkalistans ef sendur er tölvupóstur á service@origo.is, en hægt er að nota hvaða dálkalista sem er.

Ráðgjafar Origo geta stofnað dálkalistann og stilla þá um leið gildin í flipanum Stillingar í kerfisvali. Oftast skrá notendur inn þá launaliði sem við á, en ráðgjafi getur að sjálfsögðu gert það út frá upplýsingum viðskiptavinar.

Stillingar fyrir jafnlaunavottunarskýrslu

Eftirfarandi stillingar þarf að setja inn í Stillingar  > Gildi tengt jafnlaunavottunarskýrslunni.
Ef óskað er eftir aðstoð við þessar stillingarnar frá ráðgjöfum Origo skal senda póst á service@origo.is



Heiti gildis

Kódi(valkvæmt)

Gildi

Heiti gildis

Kódi(valkvæmt)

Gildi

PayEqualityCertification

Kjarakannanir

Ef sett sem "false" þá er valmöguleikinn í hliðarvalmynd óvirkjaður og falinn

EqualityCertification.PayListID

Kjarakannanir

Vísir þess dálkalista sem nota á sjálfgefið í valskjá

EqualityCertification.OrgCompanyID

Kjarakannanir

Vísir þess fyrirtækis sem nota á sjálfgefið í valskjá



Valskjár

Valskjárinn sem fylgir þessari skýrslu sýnir vísisnúmer þess dálkalista sem nota skal, númer fyrirtækis sem skoða skal og loks hvaða tímabil á að skoða.

Allir launamenn nema þeir sem eru með ráðningarmerkinguna Hættur, Á eftirlaunum, Í leyfi eða Í vekindaleyfi koma fram í skýrslunni.

image-20240603-144336.png

 

Skýrslan

Skýrslan opnast á eftirfarandi sniði:

Launamannanúmer

Nafn

Kyn

Starfsaldur

Lífaldur

Staða

Skipulagseining

Kostnaðarstöð

Logib heildarstig

Viðmið heildarstig

Launarammi frá

Launarammi til

Launamannanúmer

Nafn

Kyn

Starfsaldur

Lífaldur

Staða

Skipulagseining

Kostnaðarstöð

Logib heildarstig

Viðmið heildarstig

Launarammi frá

Launarammi til







í fyrirtæki

















Til viðbótar koma í beinu framhaldi dálkarnir úr þeim dálkalista sem valinn var.  Að hámarki er hægt að hafa 30 dálka í dálkalista fyrir þessa skýrslu.

Hægt er að draga inn fjölda annarra svæða til að auðvelda sér greininguna - sjá táknið Velja dálka í tækjaslá.

Bendum sérstaklega á möguleikann á að skoða starfsaldur til launa og frávikaskráningu úr grunnlaunaspjaldi.

Vefþjónusta

Hægt er að senda skýrsluna Jafnlaunavottun með vefþjónustu yfir í PayAnalytics. Þeir sem vilja nýta sér þessa vefþjónustu er bent á að senda inn beiðni á service@origo.is og óska eftir að ráðgjafar Origo setji inn viðeigandi stillingar.

Þegar búið er að keyra skýrsluna upp og stilla af dálka þannig að hún sé tilbúin til sendingar er hægt að smella á hnappinn Senda til PayAnalytics.