/
Lífeyrissjóður

Lífeyrissjóður

 

 

 

 

image-20250124-105249.png

 

Upplýsingar um hvaða lífeyrissjóð starfsmaður greiðir í og hversu mikið eru skráðar í þetta spjald. Áður en hægt er að skrá inn í spjaldið þarf að vera búið að stofna lífeyrissjóðina í kerfinu.

Ef starfsmaður greiðir í fleiri sjóði, myndast listi í svæðinu hægra megin. Smellt er á línu til að fá nánari upplýsingar um þann sjóð. Ef bæta þarf við sjóði er eldri lína afrituð og færslu breytt. Ef eyða þarf línu (sjóði) þá er línan valin í listanum og smellt á rauðan mínus í tækjaslá og breytingin vistuð.

 

 

image-20250124-102116.png

 

Með því að ýta á punktana þrjá hjá Lífeyrissjóður nr. opanst listi yfrir þá lífeyrissjóði sem eru í kerfinu. Einnig er hægt að slá inn númer sjóðsins.

 

 

 

image-20250124-103748.png

 

Til að skoða forsendur útreiknings lífeyrissjóðs er hægt að haldra niðri Ctrl hnappinum og smella á punktana þrjá við númer sjóðsins, þá opnast spjald viðkomandi lífeyrissjóðs. Veljið flipann ‘Launaútreikningur’

image-20250124-102338.png

 

Reikniregla - Reiknitegund

Reiknast eins og sjóður:

Reikniregla kemur sjálfkrafa 'Reiknst eins og sjóður' og eru þá upplýsingar (reiknitegund og prósentur) sóttar í spjald lífeyrissjóðsins. Algengast er að nota þessa reglu fyrir almenna lífeyrissjóði.

Yfirskrifa reiknireglu og hlutföll:

Hér þarf að velja nýja reiknitegund og setja inn nýjar prósentur.

Dæmi; Starfsmaður á ekki að greiða iðgjald í lífeyrissjóð heldur skal aðeins reikna mótframlag og skal það eingöngu reiknað af dagvinnulaunum. Veljið „Yfirskrifa reiknireglu og hlutföll" og reiknitegund nr. 1 Dagvinna valin úr fellivali. Mótframlags prósenta skráð í reitinn Hlutfall fyrirtæki.   

Ef starfsmaður greiðir í tvo sameignar lífeyrissjóði, þá þarf að yfirskrifa reiknireglu fyrir annan sjóðinn og sleppa haki í Endurhæfingarsjóð

 

Yfirskrifa hlutföll:

Hér þarf að velja inn nýjar prósentur.

Dæmi; Starfsmaður greiðir ekki sama hlutfall (prósentu) og skilgreint er á lífeyrissjóði, eða mótframlag reiknast ekki það sama (%) og skilgreint er á lífeyrissjóði, en allur reikningur á samt að fylgja sjóði, þá er valin reiknireglan "Yfirskrifa hlutföll"
Reiknitegund er áfram óaðgengileg (grálituð) og sama er með hak fyrir orlof og endurhæfingasjóð, það fylgir reglum lífeyrissjóðsins.

image-20250124-103326.png

 

Ef starfsmaður sem náð hefur 70 ára aldri hefur heimild til að greiða áfram í sinn almenna lífeyrissjóð er hægt að setja hak í svæðið “Greiða í almennan sjóð eftir 70 ára aldur”

 

image-20250124-104225.png

Gildir frá - Gildir til

Til þess að færsla í spjaldi launamanns reiknist í útborguninni þarf hún að vera í gildi einhverntíman í bókunarmánuði útborgunar. 

Bókunarmánuður útborgunar ræður því hvaða færsla í spjaldi er notuð.  Ef verið er að leiðrétta laun afturvirkt þá reiknast í þann sjóð sem starfsmaðurinn er í þegar leiðréttingin er greidd færsludagsetningar hafa þá ekki áhrif.

Ef hins vegar á að reikna í sömu sjóði og voru í gildi á tímabilinu sem verið er að leiðrétta er hægt er að setja inn stillingu í Stillingar - Gildi   Xap.DontUseBookDate4Cards og true í gildi.



Related content