Breyta aðallaunamannanúmeri

Ef breyta þarf aðallaunamannanúmeri starfsmanns þá er farið í listann Mannauður > Starfsmenn og smellt á select lista

Því næst er dreginn inn dálkurinn Aðallaunamannanúmer

image-20241014-182325.png

Þá er hægt að breyta númerinu með því að slá inn númerið í reitinn

Einnig er hægt að breyta aðallaunamannanúmerinu í starfsmannaspjaldinu sjálfu. Þá er byrjað á því að hægri smella einhversstaðar inni í spjaldinu og þá birtist reiturinn Sérsniðið útlit

Smellt er á Sérsniðið útlit og dálkurinn Aðallaunamannanúmer dreginn inn í spjaldið

Því næst þarf að loka glugganum með því að smella á X

Þá er hægt að breyta aðallaunamannanúmerinu með því að slá inn númerið í reitinn. Að lokum er valið Vista og loka.