/
Vandamál við innskráningu á starfsmannavef
Vandamál við innskráningu á starfsmannavef
Ef starfsmaður getur ekki skráð sig inn á starfsmannavef þá þarf að ganga úr skugga um að eftirfarandi atriði séu í lagi:
- Starfsmaður sé til sem notandi í Kjarna
- Starfsmannavefshlutverk sé skráð á notandann
- Notandanafn starfsmanns sé skráð á starfsmanninn í spjaldinu Starfsmaður
- Starfsmaður og notandi séu tengdir saman í töflunni EmployeeXapUser.List sem aðgengileg er með því að slá inn skipunina EmployeeXapUser.List inn í skipanalínuna neðst í vinstra horni Kjarna og smella á enter.
- Að starfsmannaspjald starfsmanns sé örugglega í gildi
- Ef viðskiptavinir eru með SSO innskráningu inn á starfsmannavefinn þarf að ganga úr skugga um að netfangið á bakvið notandann í Kjarna sé það sama og UPN starfsmannsins í AD. Ef kemur í ljós að netfangið á bakvið notandann í Kjarna sé rangt (passi ekki við UPN starfsmannsins í AD) þá er hægt að breyta netfanginu á bakvið notandann, sjá í handbók hér:
Ef eitthvað af ofangreindum atriðum vantar þá þarf að lagfæra það og keyra svo skipunina QdataUserGlobals.Clear. Upp kemur gluggi eins og sá hér að neðan. Þar er smellt á Áfram og eftir það ætti viðkomandi notandi að geta skráð sig inn á starfsmannavefinn.
Ath. ef starfsamaður getur skráð sig inn á starfsmannavefinn en getur ekki séð gögn sem hann ætti að sjá þarf einnig að ganga úr skugga um að spjaldið Launamaður sé í gildi.
, multiple selections available,
Related content
Viðvera á starfsmannavef
Viðvera á starfsmannavef
More like this
Innskráning og aðgangur að starfsmannavef
Innskráning og aðgangur að starfsmannavef
Read with this
Starfsmaður
Starfsmaður
More like this
Orlofsbeiðnir
Orlofsbeiðnir
More like this
Starfsmannalisti
Starfsmannalisti
More like this
Stofna notanda og gleymt lykilorð
Stofna notanda og gleymt lykilorð
Read with this