Skoða og samþykkja laun - sýn stjórnandans

Þegar stjórnandi opnar samþykktarskýrsluna koma upp allar ósamþykktar launafærslur.



Launasamþykktar skýrslan

Skýrslan sýnir viðkomandi útborgun, laun án launatengdra gjalda, launatengd gjöld og heildarlaun.

Inni í skýrslunni eru einnig dálkar sem sýna hver heildar laun starfsmanns voru í áætlun og hver mismunurinn er á heildaráætlun og heildarlaunum. 

Útlit skýrslunnar er hægt að breyta eins og öðrum sambærilegum skýrslum í kerfinu. Þannig geta launafulltrúar eða umsjónarmenn samþykktaferlis valið inn þá dálka sem þeir telja eiga við í sínu fyrirtæki.

Fyrirtæki sem ekki hafa notað áætlunarkerfið geta t.a.m. tekið út dálkana Heildaráætlun og Mismunur úr skýrslunni.  Vísisnúmer áætlunar sem á að nota til samanburðar er sett inn í Stillingar <>Gildi  PayBudgetID, áætlun vísir er þá sett sem gildi sem þarf að skipta út á hverju ári eða ef ný áætlun er gerð sem nota á til samanburðar.


Skýrslan sýnir viðkomandi útborgun, laun án launatengdra gjalda, launatengd gjöld og heildarlaun. Inni í skýrslunni eru einnig dálkar sem sýna hver heildar laun starfsmanns voru í áætlun og hver mismunurinn er á heildaráætlun og heildarlaunum. 



Ef að stjórnandi vill sjá frekari upplýsingar um laun í viðkomandi útborgun getur hann skoðað launaseðil starfsmanns með því að smella á "Launaseðill" í tækjaslánni.  


Ef að stjórnandi vill sjá samanburð launa milli mánaða velur hann starfsmann úr listanum og smellir á "Skýrsla" í tækjaslánni.
Athugið að launafulltrúi eða umsjónarmaður samþykktarferlis þarf að hanna þá skýrslu sem á að birtast þegar smellt er á þennan hnapp og tengja hana við samþykktarferlið. 


Samþykkt