Launaliðahópar

Hægt er að flokka launaliði í kerfinu í fyrirframskilgreinda hópa. Hóparnir eru stofnaðir og þeim viðhaldið hér. Dæmi um launaliðahópa eru mánaðarlaun, yfirvinna,  o.s.frv.

Til að viðhalda hópum er fyrst tvísmellt á línuna til að opna hópinn og þar er tvísmellt á númer eða nafn hóps til að opna gluggann sem launaliðir eru skráðir í.

Einnig er hægt að smella á "Sækja tegundir" og velja þar td. Mótframlag og smella á "Sækja valdar tegundir" og þá sækir Kjarni alla launaliði af þeirri tegund. Þetta getur verið fljótlegri leið en að handslá inn alla launaliðina.