5. Villur og aðvaranir
Villur og aðvaranir flokkast saman eftir tegundum. Sprengja þarf hverja tegund út til að sjá hvaða launamenn eru undir.
Ef verið er að vinna með skráningu launafulltrúa á starfsmenn er hægt að setja inn skipun til að birta heiti launafulltrúa í listanum og þannig hægt að sía á villur eða aðvaranir þeirra starfsmanna sem þeim tilheyra.
Til þess að kveikja á þessari virkni er hægt að senda beiðni þess efnis á service@origo.is