5. Villur og aðvaranir

Í skoða í launahring er listinn Villur og aðvaranir. Hann birtir þau atriði sem stillt hafa verið inn á launaliði 9998 Aðvörun og 9999 Villur.

Þegar smellt er á listann  villur og aðvaranir opnast gluggi með lista yfir villumeldingar fyrir valda útborgun (ef einhverjar eru). 

Athugið að þetta er sjálfur listinn - hann opnast í svona sprettiglugga. Þegar tvísmellt er á nafn starfsmanns opnast launaskráningargluggi viðkomandi starfsmanns fyrir valda útborgun. 

Villur og aðvaranir flokkast saman eftir tegundum. Sprengja þarf hverja tegund út til að sjá hvaða launamenn eru undir.



Ef verið er að vinna með skráningu launafulltrúa á starfsmenn er hægt að setja inn skipun til að birta heiti launafulltrúa í listanum og þannig hægt að sía á villur eða aðvaranir þeirra starfsmanna sem þeim tilheyra.

Til þess að kveikja á þessari virkni er hægt að senda beiðni þess efnis á service@origo.is