6. Banki - Mappa

Í möppunni Banki eru þrjár skilagreinar. Bankaskilagrein fyrir launagreiðslur starfsmanna, Orlofsskilagrein fyrir orlof í banka og Erlendur banki fyrir þá sem erum með launþega sem fá launin greidd á erlenda bankareikninga

Þegar smellt er á bankaskilagrein eða orlofsgreiðslur opnast listi yfir alla launamenn í útborgun ásamt upplýsingum um banka- og orlofsreikning þeirra og þá upphæð sem verður greidd inn á viðkomandi reikning.

Ef útborguð laun eru mínustala, koma skilaboð þess efnis á skáinn áður en skilagreinin birtist.

Ef að það vantar upplýsingar um banka- eða orlofsreikning fyrir starfsmann í útborgun opnast viðvörunargluggi þegar listinn er keyrður. Ef bankaupplýsingar liggja fyrir er tvísmellt á villumeldinguna og upplýsingar færðar inn í spjaldið.

Hægt er að hægrismella á orlofsskilagrein til að opna Vöntunarlista yfir starfsmenn sem eru með orlof á laun en eru ekki með skilgreindan orlofsreikning í bankaspjaldi.

Þessar skrár eru aldrei lesnar inn í bankann áður en útborgun er framkvæmd. Ekki nema um villutest sé að ræða.


Þegar smellt er á erlendur banki er virknin aðeins öðruvísi þar sem ekki er verið að lesa þessa reikninga beint inn í fyrirtækjabanka eins og gert er með hina tvo.

Þessi skýrsla er ætluð gjaldkera til greiðslu launa þeirra sem ekki fá launin inná íslenska bankareikninga.

Þarna birtist Kennitala, Nafn, Starfsmannanúmer og útborguð laun í íslenskum krónum.


Bankamiðja Origo

Hægt er að fá aðgang að Bankamiðju Origo og með þeirri tengingu er hægt að senda banka- og orlofsskilagreinar beint í netbanka.

Með þessari tengingu er einnig hægt að kanna hvort að allir bankareikninga í skilareinum seú löglegir með því að keyra aðgerðina "Staðfesta bankareikninga"