8. Lífeyrissjóðir og stéttarfélög

Undir lífeyrissjóðir og stéttarfélög er listi yfir alla sjóði og félög sem launamenn í valdri útborgun eru að greiða í. Ef smellt er á nafn sjóðs eða félags opnast skilagrein viðkomandi sjóðs eða félags. 

Þessir listar eru eingögnu notaðir fyrir afstemmingar, gögnum er ekki skilað héðan.


Brú lífeyrissjóður bíður uppá villuprófun skilgreina til þeirra áður en útborgun er lokað.

Hægri smellt er á möppuna "Villuprófa sjóði með vefskilum" og valið að villuprófa sjóði.

Villuprófanir sem eru inni í dag eru eftirfarandi

  • Aldur 
  • Verður að vera 16 eða eldri (Má ekki verða 16 á launatímabili)
  • Verður að vera 70 eða yngri (Má verða 70 á launatímabili)
  • Upphæðir 
  • Útreiknaðar summur þurfa að stemma við <Summaries> 
  • Kerfið reiknar út mótframlag (8% og 11,5%) og endurhæfingarsjóð (0,1%) og ber saman við það sem er í skilagreininni og skilar villu fyrir það sem stemmir ekki.
  • SAL
  • Þarf að vera skráð í kerfinu

Til þess að virkja villuprófunina hjá sjóðnum þarf að setja inn vefslóð fyrir hana. Ráðgjafar Origo aðstoða við það og hægt er að senda beiðni þess efnis á service@origo.is