Launahópar
Launahópar - almennt |
|
---|---|
| Hliðarval Kjarni>Laun>Launahópar
Hér er hægt að stofna/breyta/eyða launahópum. Launahópar er einföld tafla, þar sem aðeins þarf að gefa númer og nafn. Launahópar eru fyrst og fremst notaðir til að geta haft ákveðna starfsmenn í sérútborgun, ekki almennri útborgun. Dæmi: Halda á utan um útborganir sumarstarfsmanna sérstaklega. Þá er útbúinn launahópur 1 fyrir almenna starfsmenn og 2 fyrir sumarstarfsmenn. Stofna þarf því tvær útborganir á sumrin, eina þar sem valinn er inn launamannahópur almennra starfsmanna og aðra þar sem valinn er inn launahópur sumarstarfsmanna. Starfsmenn eru settir í launahópa í Grunnlaunaspjaldinu.
|
Stofna útborgun með launahóp |
|
| Þegar útborgun er stofnuð er hægt að velja inn launahópa fyrir útborgunina. Farið er í punktana þrjá eða númer launahóps skrifað inn. Útborgun stofnast aðeins fyrir þá starfsmenn sem eru í viðkomandi launahópi/hópum. ATH. virknin í Kjarna er þannig að þegar smellt er á stofna úrborgun þá koma launahópar sjálfkrafa inn frá valinni útborgun svo ekki þar að skrá þá ef valda útborgunin er með sömu launahópun og nota á. Ef valinn er launahópur sem enginn starfsmaður hefur fengið úthlutað, þá opnast skráningarmynd launa ekki. Á skjáinn kemur villumeldingin |
Eyða launahópum úr útborgun |
|
Hægt er að eyða launahópum úr útborgun að því gefnu að ekki sé búið að setja launafærslur á þá starfsmenn sem tilheyra hópnum. Byrja þarf á því að eyða launafærslum fyrir þann launahóp sem á að taka út. Hægt er að flokka starfsmannatréð með því að flokka eftir launahóp til að auðvelda yfirsýn.
| |
| Þegar búið er að fullvissa sig um að engar launafærslur séu á því starfsfólki sem er í þeim launahópi sem á að taka út er farið er í Laun í launahring
|
| Í flipanum Launahópar er launahópurinn valinn og farið í Eyða á valstiku >Vista og Loka. |