Stéttarfélög
| Undir stéttarfélög eru settar inn stofnupplýsingar um þau félög sem starfsmenn greiða til og þeim viðhaldið þar. Upplýsingar um stéttarfélög starfsmanna eru settar í spjaldið Stéttarfélög hjá hverjum og einum starfsmanni.
|
Stofna/afrita stéttarfélag
| Þegar nýtt félag er stofnað eða eldra félagi viðhaldið þarf að gæta þess að fylla skilmerkilega inn í þá flipa sem við eiga í stéttarfélagsspjaldinu. Athugið að ef eitt stéttarfélag er afritað til að búa til nýtt, þarf fyrst að afrita og loka nýja félaginu áður farið er inn í flipann "Launaútreikningur" og settir eru inn launaliðir fyrir útreikning nýja félagsins. |
Upplýsingar sjóðs og vefskil
| Til að byrja með eru slegnar inn allar almennar upplýsingar um stéttarfélagið. Númer stéttarfélags fæst uppgefið hjá hverju félagi fyrir sig. Vefskils númer sjóðs (félags) (rafrænt númer) má finna á http://skilagrein.is . Ef númer sjóðs (félags) finnst ekki þar, þá tekur félagið ekki við skilagreinum beint úr launakerfi. Vefskils númer, númer stéttarfélags (rafrænt númer) er sótt á skilagrein.is og er sá listi aðgengilegur með því að smella á punktalínuna í svæðinu Vefskil-Sjóður. Ef númer sjóðs finnst ekki þar, þá tekur sjóður ekki við skilagreinum beint úr launakerfi. Meginreglan er að vefskils nr. stéttarfélaga fái tölustafinn 2 fyrir framan SAL númer félagsins
|
| Ef breytingar verða á gögnum á skilagrein.is þá er hægt að uppfæra slóðina með því að smella á aðgerðarhjólið hjá viðkomandi félagi og velja "Uppfæra vefskil". Slóðirnar eru einnig uppfærðar í hvert skipti sem útborgun er lokað í Kjarna. |
| Í vissum tilvikum innheimtir einn sjóður iðgjöld fyrir fleiri sjóði. Vefskil innheimtuaðila er valið með því að smella á punktalínuna í reitnum „Vefskil – Innheimtuaðili". Til að setja inn frekari stillingar eins og notendanafn og lykilorð fyrir vefskil er CTRL takkanum haldið inni og smellt á punktalínuna. Ef aðeins eitt fyrirtæki er uppsett í Kjarna eru upplýsingar um notendanafn og lykilorð skráð í fyrstu myndina sem opnast, en ef þau eru fleiri, þarf að smella á bláa textann „Skilgreina aðgang fyrirtækja" |
Almennt
| Hér eru settar inn upplýsingar um aðsetur stéttarféags og settur inn bókhaldlykill ef við á. Ef bankaskrá innheimtuaðila er notuð þarf að fylla út upplýsingar um banka sjóðs og kennitölu. |
Skilagrein
| Tegund skilagreina stýrir framsetningu/útliti skilagreina:
Skilagreinatímabil stýrir því hvort skil falli á heila útborgun eða sé skipt upp eftir greiðsluformi starfsmanns:
Gjalddagi (dagur) Hér er settur inn gjalddagi ef nota á bankaskrá innheimtuaðila. Bankaskrár myndast eftir gjalddögum.
Ekki stéttarfélag hér þarf að haka ef félgið er td. starfsmannasjóður og því ekki stéttarfélag. Senda skilagrein Hér eru settar inn upplýsingar er varða skilum skilagreina eftir því sem við á. Hægt er að senda skilagrein stéttarfélags á fleira en eitt netfang og eru þau þá skráð í svæðið "Póstang er sent með pósti" með semíkommu á milli. |
Launaútreikningur
| Hér eru settar inn stillingar um launaútreikning stéttarfélagsgjalda. Hlutfall stéttarfélagsgjalda er misjafnt eftir sjóðum. Reiknitegund stýrir því af hvaða launaliðum iðgjald og mótframlag reiknast. |
| Ef hlutföll breytast hjá sjóðunum þarf að búa til nýja línu og setja inn dagsetningu Gildir frá þegar nýja gjaldið á að taka gildi og setja lokadagsetningu á eldra gjaldið. Þannig er ekki verið að yfirskrifa sem auðveldar yfirferð og leiðréttingar aftur í tímann. Sjá dæmi hér til hliðar fyrir stéttarfélagsgjald, launalið 9400 |