Reiknihópar

Skrá Reikniliði í Reiknihópa

 

Skrá Reikniliði í Reiknihópa

 

Hægt er að skrá Reikniliði í Reiknihópa, það er td. gert ef margir Reikniliðir eiga við sama hóp. Til að opna Reiknihópa þarf að fara í efri valstiku í skráningu launa: Reiknir>Reiknihópar

 

Farið í græna plúsinn til að stofna nýjan Reiknihóp

 

 

Til að tengja saman Reikniliði við Reiknihóp þarf að fara í Reiknihópaliði: Reiknir>Reiknihópaliðir

 

Setja inn skipun PayCodeGroupCode.List til að virkja græna plúsinn.

Farið í græna plúsinn á valstikunni og númer Reikniliðanna fært inn í hóp. Þarf að endurtaka fyrir hvern Reiknilið.

 

Uppfæra gildi í Reikniliðahópum

 

Uppfæra gildi í Reikniliðahópum

 

 

Ef sama gildi er á öllum Reikniliðum innan hvers Reiknihóps er hægt að uppfæra gildi hópsins með því að opna spjald fyrir þann hóp sem á að uppfæra, slá inn nýtt gildi og velja “Uppfæra” > Vista og loka

Við þessa aðgerð uppfærast gildin á öllum Reikniliðum innan hópsins.

 

Til að skoða hvort nýtt gildi hafi skilað sér á alla Reikniliðina er hægt að fara í aðgerðarhjólið og velja þar “Reikniliðahópaskýrsla”

 

Hér sést að gildi á reikniliðum í “Hópi 1” er nú 14,5

 

Ef uppfæra þarf marga Reiknihópa er hægt að nota aðgerð til að uppfæra gildið í Reikniliðahópum. Þá er númer og/eða nafn hópanna skráð í excel skjal ásamt nýju gildi, upplýsingarnar klippar (Ctrl+X) og lesnar inn gegnum aðgerðarhjólið.

 

 

Hér er dæmi um excel skjöl, annars vegar: Nafn, Númer og Gildi, hins vegar Númer og Gildi (líka hægt að hafa Nafn og Gildi). Veljið alla dálkana og klippið (Ctrl+X)

 

Í Kjarna er farið í aðgerðarhjólið og þar í “Uppfæra gildi í Reikniliðahópum”

Í Inntak kemur Nafn, Númer, Gildi > passa að þetta séu sömu dálka og í excel skjalinu, ef ykkar skjal er með dálkunum Númer og Gildi, þarf að taka út Nafn.

Haka í Staðfesta færslur, ýta á “Framkvæma”.

 

Þá kemur upp yfirlit sem sýnir sömu upplýsingar og excel skjalið, ýta á Staðfesta.

 

Þá kemur gluggi með aðgerðasögu, ýta á Loka.

Til að skoða hvort nýtt gildi hafi skilað sér á alla Reikniliðina er hægt að fara í aðgerðarhjólið og velja þar “Reikniliðahópaskýrsla”