Endurreikna orlofstíma
Aðgerð til endurreikna orlofstíma er aðgengileg í launaskráningu starfsmanns.
Smellt er á tannhjólið og Endurreikna orlofstíma valið.
Þá kemur upp valskjár með númer valinnar útborgunar og nafn þess starfsmanns sem valinn er.
Ef endurreikna á orlofstíma fyrir alla starfsmenn í valinni útborgun er nafnið tekið út og þá er framkvæmdur endurreikningur á alla.
Það sama gildir ef endurreikna á orlofstíma fyrir allar útborgarnir starfsmanns, þá er númer útborgunar tekið út og aðgerð framkvæmd.
Athugið að ef breyting á orlofsprósentu nær aftur á síðasta ár þá þarf að bæta við eldra ári í valskjáinn.
Ef geyma á útreikning þarf að setja hak í Geyma niðurstöðu.
Endurvinna áramótastöðu
Eftir að orlofstímar hafa verið endurreiknaðir, þá þarf líka að endurreikna áramótastöðu starfsmanns. Fyrr koma réttir tímar ekki fram í orlofsskýrslum og skuldbindingu.
Athugið að í valskjá gæti þurft að bæta við síðasta ári, ef breytingin náði aftur á síðasta ár.
Hér eru nánari upplýsingar um hvernig áramótastaðan er endurunnin.