Reikna laun

Hægt er að reikna laun á nokkrum stöðum í kerfinu. Þegar aðgerðin Reikna laun er keyrð reiknar kerfið laun, launatengd gjöld og allar afleiddar færslur af þeim launaliðum sem hafa verið sóttar eða skráðar á launamenn í útborgun. 

Aðgerðarsaga
Aðgerðin reikna laun er skráð í aðgerðarsögu. Aðgerðarsaga er aðgengileg í hliðarvalmynd á vinstri hlið undir Kjarni, Laun. 

 

Reikna laun við stofnun útborgunar

 

Reikna laun við stofnun útborgunar

 

 

Hægt er að reikna laun þegar útborgun er stofnuð. Það er gert með því að setja hak í Reikna laun neðst í glugganum sem opnast þegar útborgun er stofnuð. 



Reikna laun í launahring

 

Reikna laun í launahring

 

 

Hægt er að reikna laun hvenær sem er í opinni útborgun í gegnum launahringinn. Það er gert með því að smella á „Reikna laun" en þá opnast valmynd.

 

Í efri hluta valmyndar eru upplýsingar um valda útborgun. 

Undir skilyrði er hægt að velja ákveðinn eða ákveðna starfsmenn. Ef dálkarnir eru auðir reiknar kerfið laun fyrir alla launamenn í valinni útborgun. 

Ef breytingar hafa orðið á launatöflum frá því að laun voru síðasta reiknuð er sett hak við „Endursækja upphæð í launatöflu" 
Einnig er hægt að reikna laun hjá einstaka launamönnum í skráningarmynd launa. 



Reikna laun í launaskráningu

 

Reikna laun í launaskráningu

 

 

Hægt er að reikna laun hvenær sem er í opinni útborgun fyrir staka starfsmenn. Það er gert með því að smella á táknið „Reikna laun" í tækjaslánni.

Ef reiknivélin er með athugasemd við reikning, eða villumeldingu skv. skilgreiningum, þá koma þær athugsemdir/villumeldingar fram í launaskráningu með rauðu letri. Launaliður 9998 er athugasemd, en 9999 er villa.

Á hjálagðri mynd er starfsmaður með skráða á sig tvo lífeyrissjóði (sjá Stofnun) en hefur ekki náð 16 ára aldri. 



Hlutföll og deilitölur

 

Hlutföll og deilitölur

 

 

Á mánuði eru að jafnaði 21,67 virkir dagar. Kjarni notar deilitöluna 21,67 þegar mánuður hefur færri en 22 virkir dagar. Ef starfsmaður hefur unnið 15 daga í mánuði þar sem virkir dagar eru færri en 22 er dæmið svona; 15/21,67 = 0,6922

 

Ef mánuður er með fleiri en 22 virka daga er ekki hægt að nota deilitöluna 21,67 því ef starfsmaður vinnur 22 virka daga í mánuðinum og kerfið er að deila með 21,67 þá fær hann meira en 1 mánaðarlaun 22/21,67 =1,015228

Því notar Kjarni deilitölu fjölda virkra daga í mánuði í þeim tilvikum.

Ef virkir dagar eru 23 og starfsmaður hefur unnið í 15 daga þá er dæmið svona; 15/23 =0,6522