Leiðrétta laun afturvirkt

 

 

 

 

 

Aðgerðin að Leiðrétta laun afturvirkt er notuð þegar gera þarf launabreytingar aftur í tímann, hvort heldur sem er vegna persónubundinna launahækkana eða þegar breytingar verða á kjarasamningum. 

Aðgerðina er einnig hægt að nota til að leiðrétta fjáhæðir sem eru yfirskrifaðar í föstum liðum hvort sem taxti er yfirskifaður í svæði eða ný lína stofnuð. Við slíka leiðréttingu er unnið með svæðið “Launatöfluhækkun” í aðgerðinni.

Hægt er að komast í aðgerðina í gegnum hliðarvalmynd launa og líka beint úr launaskráningu.

Þegar laun eru leiðrétt fyrir stóran hóp starfsmanna, t.d. kjarasamning, mælum við með því að fara í hliðarval Kjarni > Laun > Leiðrétta laun

Þegar laun eru leiðrétt fyrir staka starfsmenn, mælum við með því að það sé gert beint úr launaskráningunni. Aðgerðin er í aðgerðahjóli í neðri tækjaslánni, í skráningarglugganum sjálfum, sjá mynd.

 

 

Þegar breyting er gerð á launum stafsmanns (vegna launahækkunar, breytingar á launasamsetningu eða aðrar breytingar) sem eiga að gilda afturvirkt er notuð aðgerðin að leiðrétta laun. 


Það fyrsta sem þarf að gera er að breyta grunnlaunaspjaldi starfsmanns. 

Dæmi: Starfsmaður fer úr launaþrepi 3 í launaþrep 4 frá áramótum.

Grunnlaunaspjald starfsmanns er opnað og gild færsla valin í töflu á hægri hlið. Smellt á táknið „Afrita". Nýju færslunni gefin dagsetning 1.1.2015 og þrepi breytt úr 3 í 4 og dagsetningin gildir frá er sett 1.1.2015. Spjaldið vistað með diskettunni.


Upp kemur athugasemd um að launafærslur séu til á viðkomandi starfsmann. Smellt á OK og síðan á „Fríska" táknið í tækjaslánni. 
Þegar breytingar eru gerðar vegna kjarasamningshækkana þarf fyrst að gera breytingu á viðeigandi samningi.

Þegar búið er að gera viðeigandi breytingar er smellt á hnappinn leiðrétta laun í hliðarvalmynd launa. Þá opnast valgluggi launa leiðréttingar. 

Í neðri dálkinn eru settar upplýsingar um í hvaða útborgun leiðréttingin á að koma og hakað við hverskonar breytingu er um að ræða. Ef um persónubundna breytingu er að ræða þarf að setja hak við „Breytt um samning, launaflokk, þrep eða álag". Einungis er hægt að vera með eitt hak valið.

Hér er lýsing á hverri aðgerð:

  • Geyma: Ef ekki er hakað við þessa aðgerð er leiðréttingin ekki vistuð en aðgerðin sýnir bara launamenn sem myndu fá leiðréttingu. Ef það er hins vegar hakað við þessa aðgerð þá er leiðréttingin vistuð og verður sýnileg í launaskráningu.


  • Eyða leiðréttingu: Ef hakað er við þessa aðgerð er byrjað á að eyða allri leiðréttingu úr valinni útborgun, en það er hins vegar bara eytt þeirri leiðréttingu sem uppfyllir skilyrðin sem eru sett í valmyndina. Það er eytt út færslum sem eru með textann "Leiðrétting" í "Kom frá".


  • Sýna leiðréttingarfærslur: Ef hakað er við þessa aðgerð kemur upp listi af öllum leiðréttingafærslum sem hafa verið stofnaðar í valinni útborgun. Í þessum lista er hægt að breyta eða eyða leiðréttingarfærslum. Ef ef ekki hefur verið valið að geyma leiðréttinguna þá kemur þessi listi tómur þar sem engum færslum hefur verið bætt inn í útborgunina.


  • Taka með launamenn sem eru ekki í útborgun: Venjulega á ekki að haka við þessa aðgerð sem þýðir það að aðeins eru skráðar leiðréttingar á þá starfsmenn sem eru í útborguninni sem leiðréttingin er sett í. Ef það er hins vegar hakað við þessa aðgerð þá eru líka settar inn leiðréttingar á launamenn sem eru ekki í þeirri útborgun sem leiðréttingin á að fara í. Þessir starfsmenn munu hins vegar fá aukalega á sig villufærslu sem lætur vita að stofnuð var launaleiðrétting á launamann sem er ekki í viðkomandi útborgun.
    Þessi villufærsla er reyndar merkt eins og hún komi frá leiðréttingu en ekki "Villa/Aðvörun", en það er til þess að kerfið geti fundið þessar villufærslur ásamt öðrum leiðréttingafærslum svo að hægt sé að eyða út leiðréttingunni. Þetta veldur því hins vegar að þessar villufærslur koma t.d. ekki fram á listanum "Villur og aðvaranir". Þetta veldur því líka að þessar villufærslur verða ekki rauðar.

Þegar búið er að ýta á Leiðrétta opnast aðgerðasögu gluggi, með því að tvísmella á línuna er hægt að skoða færslur, breyta eða eyða leiðréttingarfærslum hjá hverjum og einum launamanni.

Ef hakað var við Sýna leiðréttingarfærslur þá kemur upp listi yfir allar breytingar. Þessi listi er breytingarlisti, þannig að hér er hægt að eyða út færslum á þægilegan hátt eða breyta færslum ef þörf er á.

Ef launaskráningar glugginn var opinn meðan á aðgerð stóð þarf að fríska gluggann til að fá leiðréttinguna til að birtast í skráningarmyndinni.