Innlestur úr tímaskráningarkerfi

Vinnustund.

Vinnustund og Kjarni tengjast í gegnum vefþjónustu sem gerir kleift að sækja launafærslur beint í Vinnustund.

Í hliðarvalmynd  Kjarna undir Laun er smellt á innlestur úr tímaskráningarkerfi.

Þá birtist gluggi - sækja bunka frá Vinnustund.

Í útborgun birtist sú útborgun sem valin er Í Kjarna.  Ef valin útborgun er lokuð birtist rautt X fyrir framan númerið þar sem ekki er hægt að lesa inn gögn í lokaða útborgun.

Hægt er að sækja tímaskráningarbunka og mötuneytisbunka, eftir því hvort á við.

Smellt er á Sækja og við það birtist færslunar með líkum hætti og aðrar færslur í innlestri.

Ef ætlunin er að vinna með innsendan bunka er hakinu í "setja bunka í skráningu" sleppt.

Þá er hægt að breyta og eyða færslum og hann fluttur yfir með því að smella á vista.

Tímon, MyTimePlan og önnur viðverukerfi

Innlestur úr öðrum viðverukerfum er framkvæmdur með bunkainnlestri, sjá nánar hérBunkainnlestur